Framtíðarstarfið
  • Framtíðarstarfið
  • Námið
  • Starfið
  • Umræðan
  • Karlar í kennslu
  • Myndbönd
  • leita

Starfið

You are here: Forsíða / Starfið

Hver eru laun leikskólakennara?

Skoðaðu launakjörin

Hver gerir hvað í leikskólanum?

Skoða verkaskiptinguna

Hvert er hlutvek leikskólans?

Skoðaðu lög um leikskóla

Hvaða störf eru í leikskólum og hver eru launin?

Launatafla

Hver eru laun leikskólakennara?

  • Nýútskrifaður leikskólakennari er með 465.154 í mánaðalaun.
  • Nýútskrifaður deildarstjóri er með 490.238 í mánaðalaun.
  • Í 100 barna leikskóla fær leikskólastjóri með meistarapróf 718.073 í mánaðalaun.
  • Í 240 barna leikskóla fær leikskólastjóri með meistarapróf 829.101 í mánaðalaun.

(sjá nánar núgildandi kjarasamninga á vef KÍ)

Starfslýsingar

Starfslýsingar samkvæmt kjarasamningi FL og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Aðstoðarleikskólakennari

Næsti yfirmaður: Deildarstjóri
Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.
Meginverkefni: Uppeldi og menntun: Tekur þátt í uppeldi og menntun barnanna eftir því skipulagi sem yfirmaður ákveður.
Stjórnun og skipulagning: Vinnur samkvæmt því skipulagi sem deildarstjóri og leikskólastjóri ákveða.
Foreldrasamvinna: Vinnur í samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna undir stjórn deildarstjóra. Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
Annað: Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans. Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

Leikskólakennari

Næsti yfirmaður: Deildarstjóri
Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.
Meginverkefni
Uppeldi og menntun: Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
Stjórnun og skipulagning:

  •  Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  •  Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.

Foreldrasamvinna:

  •  Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  •  Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað:

  •  Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra.
  •  Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
  •  Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

Leikskólasérkennari

Næsti yfirmaður: Deildarstjóri

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum sem við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Megin verkefni
Stjórnun og skipulagning:

  •  Skipuleggur sérkennslu á viðkomandi deild í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra og leiðbeinir starfsfólki deildarinnar þannig að starfsfólkið taki þátt í kennslu barna sem þurfa sérkennslu.
  •  Gerir skriflegar einstaklingsnámskrár fyrir hvert barn sem nýtur sérkennslu á deildinni í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra.
  •  Sér um að einstaklingsnámskrám sé framfylgt og þær endurmetnar í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra.

Uppeldi og menntun:

  •  Veitir börnum sem þurfa á sérkennslu að halda sérstaka aðstoð og kennslu.
  •  Gætir þess að barn sem nýtur sérkennslu einangrist ekki heldur sé hluti af hópnum og eigi hlutdeild í leikskólastarfinu.

Foreldrasamvinna:

  •  Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu á deildinni og situr fundi og viðtöl með þeim.
  •  Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað:

  •  Ber að hafa náið samstarf við sérkennslustjóra og sérkennsluráðgjafa vegna barna sem njóta sérkennslu á deildinni.
  •  Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu á deildinni samkvæmt boðun yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila.
  •  Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi leikskólans.
  •  Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.

Deildastjóri í leikskóla

Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Megin verkefni
Stjórnun og skipulagning:

  •  Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  •  Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  •  Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.
  •  Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
  •  Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
  •  Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra.

Uppeldi og menntun:

  •  Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni.
  •  Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
  •  Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt.

Foreldrasamvinna:

  •  Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.
  •  Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni og ekki varðar trúnað gagnvart öðrum börnum og foreldrum/forráðamönnum þeirra.
  •  Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
  •  Ber ábyrgð á að leitað sé samþykkis foreldra/forráðamanna barns, áður en leitað er aðstoðar annarra sérfræðinga.

Annað:

  •  Skipuleggur samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
  •  Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
  •  Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum.

Verkefnastjóri

Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri eða yfirmaður stofnunar.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni

  •  Skipuleggur og stýrir viðkomandi verkefni í samráði við leikskólastjóra/yfirmann stofnunar.
  •  Er tengiliður við þá aðila sem tengjast verkefninu innan leikskólans/stofnunar sem utan.
  •  Sér um að gera áætlanir, mat og skýrslugerð sem tengist verkefninu.
  •  Annast leiðbeiningu og ráðgjöf til þeirra sem í hlut eiga.

Annað:

  •  Tekur þátt í samstarfi við aðrar stofnanir og aðila sem tengjast verkefninu í samráði við leikskólastjóra/yfirmann stofnunar.
  •  Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar viðkomandi verkefni.
  •  Staða verkefnastjóra er alltaf tímabundin.
  •  Staða verkefnastjóra getur verið allt frá því að vera starf með öðru starfi (lítið verkefni) upp í að vera fullt starf.

Sérgreinastjóri

Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri eða yfirmaður stofnunnar.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitafélags.

Meginverkefni:

  •  Skipuleggur og stýrir verkefnum sem tengjast markmiðum hvers leikskóla.
  •  Er tengiliður við þá aðila sem tengjast verkefninu innan leikskólans/stofnunnar sem utan.
  •  Sér um að gera áætlun, mat og skýrslugerð sem tengist verkefninu. Annast leiðbeiningu og ráðgjöf til þeirra sem í hlut eiga.

Annað:

  •  Tekur þátt í samstarfi við aðrar stofnanir og aðila sem tengjast verkefninu í samráði.
  •  við leikskólastjóra/yfirmenn stofnunar.
  •  Situr starfsmannafundi og aðra fundi sem yfirmaður segir til um og varðar viðkomandi verkefni.

Sérkennslustjóri

Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Megin verkefni
Stjórnun og skipulagning:

  •  Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
  •  Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla
  •  Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans.
  •  Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.

Uppeldi og menntun:

  •  Ber ábyrgð á að börnum sem njóta sérkennslu í leikskólanum sé boðið upp á þroskavænleg verkefni.
  •  Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu.
  •  Hefur yfirumsjón með að áherslum um kennslu annarra sérfræðinga sé framfylgt í leikskólanum og að skýrslur séu gerðar.

Foreldrasamvinna:

  •  Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim.
  •  Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
  •  Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað:

  •  Ber að hafa náið samstarf við sérkennsluráðgjafa og aðra sérfræðinga sem tengjast leikskólanum vegna barna sem njóta sérkennslu.
  •  Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu í leikskólum samkvæmt boðun yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila.
  •  Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi leikskólans.
  •  Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.

Leikskólastjóri

Næsti yfirmaður: Leikskólafulltrúi eða framkvæmdastjóri málaflokksins.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni
Stjórnun og skipulagning:

  •  Stjórnar daglegri starfsemi leikskólans, ber ábyrgð á gerð námskrár, ársáætlunar, ársskýrslu og mati á starfsemi leikskólans og skilar til rekstraraðila.
  •  Ber rekstrarlega ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.
  •  Hefur eftirlit með húsnæði, leikvelli, áhöldum og leiktækjum og ber ábyrgð á að eðlilegt viðhald og endurnýjun fari fram.
  •  Ber ábyrgð á að í leikskólanum séu til staðar nauðsynleg uppeldis- og kennslugögn.
  •  Ber ábyrgð á að undirbúningstímar starfsmanna séu notaðir til skipulags á leikskólastarfinu.
  •  Sér um ráðningu starfsmanna, gerð ráðningarsamninga, vinnuskýrslna, skipulag vinnutíma starfsmanna og vinnutilhögun í samráði við rekstraraðila.
  •  Ber ábyrgð á móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna.
  •  Sér um miðlun upplýsinga til deildarstjóra og rekstraraðila.
  •  Annast gerð starfsmannaáætlunar, skipuleggur og stjórnar starfsmannafundum og ber ábyrgð á að þeir séu haldnir.
  •  Tekur starfsviðtöl og gerir símenntunaráætlun leikskólans.
  •  Sér um innritun barna í leikskólann í samvinnu við rekstraraðila.

Uppeldi og menntun:

  •  Er faglegur leiðtogi og ber að kynna sér nýjungar í starfi og miðla þekkingu til starfsmanna.
  •  Ber ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram.
  •  Deilir verkefnum og ábyrgð til starfsmanna í samræmi við skólanámskrá.

Foreldrasamstarf:

  •  Boðar foreldra/forráðamenn nýrra barna í viðtal þar sem veittar eru upplýsingar um starfsemina og fær nauðsynlegar upplýsingar um barnið.
  •  Ber ábyrgð á samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna og að þeir fái upplýsingar um starfsemi leikskólans.
  •  Skipuleggur og stjórnar foreldrafundum og ber ábyrgð á að þeir séu haldnir.

Annað: 

  •  Tekur þátt í samráðsfundum með rekstraraðilum og öðrum leikskólastjórum.
  •  Ber ábyrgð á samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum.
  •  Sér til þess að leitað sé aðstoðar sérfræðinga og ber ábyrgð á því að gefinn sé skriflegur vitnisburður um stöðu og þroska barns sé þess óskað.
  •  Ber að stuðla að samstarfi við viðkomandi grunnskóla.
  •  Sinnir þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.

Aðstoðarleikskólastjóri

Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni
Stjórnun og skipulagning:

  •  Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans.
  •  Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
  •  Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
  •  Heimilt er að aðstoðarleikskólastjóri starfi ekki sem deildarstjóri.
  •  Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins og ef hann starfar jafnframt sem deildarstjóri fer hann þá eftir starfslýsingu hans.

Uppeldi og menntun:

  •  Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram.
  •  Foreldrasamstarf:
  •  Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
  •  Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað:

  •  Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er leikskólastjóri segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
  •  Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.

Leikskólafulltrúi

Næsti yfirmaður: Bæjar-/sveitarstjóri eða sviðsstjóri.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni:

  •  Hefur yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi og rekstri leikskóla.
  •  Er tengiliður á milli leikskóla og rekstraraðila með setu í þeirri stjórnarnefnd sem um málaflokkinn fjallar og framfylgir samþykktum rekstraraðila um málefni leikskóla.
  •  Er talsmaður málaflokksins út á við.
  •  Er leikskólastjórum og starfsmönnum leikskóla til ráðgjafar um fagleg og rekstrarleg málefni.
  •  Vinnur að gerð fjárhagsáætlana ásamt leikskólastjórum í samvinnu við rekstraraðila og ber ábyrgð á að hún sé haldin.
  •  Gerir stefnumarkandi tillögur um nýjungar í leikskólastarfi til rekstraraðila.
  •  Er rekstraraðilum til ráðuneytis við breytingar og nýframkvæmdir við leikskóla.
  •  Miðlar til starfsmanna leikskóla nýjungum á sviði leikskólastarfs.
  •  Heldur fundi með leikskólastjórum og stuðlar að samstarfi þeirra á milli.
  •  Vinnur sameiginlega ársskýrslu leikskóla og skilar til rekstraraðila.
  •  Hefur yfirumsjón með innritun barna í leikskólum í samvinnu við viðkomandi leikskólastjóra samkvæmt innritunarreglum.

Annað:

  •  Hefur samstarf við þá aðila er þurfa þykir varðandi leikskóla.
  •  Vinnur önnur verkefni er varða leikskólamál sem rekstraraðili felur honum.

Þróunarfulltrúi leikskóla

Næsti yfirmaður: Bæjar-/sveitarstjóri eða sviðsstjóri.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni:

  •  Hefur yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi leikskóla.
  •  Er tengiliður á milli leikskóla og rekstraraðila.
  •  Situr fundi í þeirri nefnd sem um málaflokkinn fjallar.
  •  Er leikskólastjórum og starfsmönnum leikskóla til ráðgjafar um fagleg og rekstrarleg málefni.
  •  Gerir stefnumarkandi tillögur um nýjungar í leikskólastarfi til rekstraraðila.
  •  Er rekstraraðilum til ráðuneytis við breytingar og nýframkvæmdir við leikskóla.
  •  Miðlar til starfsmanna leikskóla nýjungum á sviði leikskólastarfs.
  •  Heldur fundi með leikskólastjórum og stuðlar að samstarfi þeirra á milli.
  •  Vinnur sameiginlega ársskýrslu leikskóla og skilar til rekstraraðila.
  •  Hefur yfirumsjón með innritun barna í leikskólum í samvinnu við viðkomandi leikskólastjóra samkvæmt innritunarreglum.

Annað:

  •  Hefur samstarf við þá aðila er þurfa þykir varðandi leikskóla.
  •  Vinnur önnur verkefni er varða leikskólamál sem rekstraraðili felur honum.

Leikskólaráðgjafi á skólaskrifstofu

Næsti yfirmaður: Leikskólafulltrúi/deildarstjóri leikskóladeildar.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni

  •  Er leikskólastjórum og öðrum starfsmönnum leikskóla til ráðgjafar um fagleg málefni, skipulag leikskóla og uppeldis- og menntastarf í leikskólum.
  •  Fylgist með uppeldis- og menntastarfi og aðbúnaði í leikskólum og leiðbeinir í samráði við yfirmann, ef ástæða er til.
  •  Veitir ráðgjöf vegna foreldrasamstarfs í leikskólum og sér um samskipti vegna mála sem upp kunna að koma milli foreldra og leikskóla.
  •  Er ráðgefandi varðandi starfsmannamál og aðstoðar við lausn á málum ef á þarf að halda.
  •  Er ráðgefandi í sérverkefnum, þróunarverkefnum og nýbreytnistarfi og miðlar þekkingu og nýjungum á sviði leikskólafræða.
  •  Veitir fræðslu og stuðlar að samstarfi og upplýsingamiðlun til leikskóla og á milli leikskóla.
  •  Hefur umsjón með fagbókasafni, hugmyndabanka og öflun gagna varðandi ýmis leikskólamál.

Annað:

  •  Hefur samstarf við þá aðila er þurfa þykir varðandi leikskólana.
  •  Vinnur önnur verkefni er varða leikskólamál sem yfirmaður felur honum.
Lög um leikskóla

Samkvæmt lögum er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu, ætlaður börnum undir skólaskyldualdri.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti mótar uppeldisstefnu leikskóla í aðalnámskrá en sérhver leikskóli á sjálfur að skipuleggja starfsemi sína og gera eigin áætlanir sem byggja á markmiðum laga um leikskóla og aðalnámskrá.

Bygging og rekstur leikskóla er í umsjón sveitarstjórna sem er skylt að hafa forystu um að tryggja börnum dvöl á leikskóla. Rammalöggjöfin kveður einnig á um að leikskólar skuli þannig byggðir og reknir að þeir geti jafn vel sinnt og uppfyllt þarfir fatlaðra sem ófatlaðra barna.

Um vefinn

Að vefnum framtíðarstarfið.is standa:

Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Samband íslenskra sveitarfélaga
Félag leikskólakennara
Félag stjórnenda leikskóla
Háskóli Íslands
Háskólinn á Akureyri og
Efling

framtidarstarfid@framtidarstarfid.is

Umræðan

  • Hafðu áhrif10. maí 2017 - 11:20
  • Öruggt og fjölbreytt framtíðarstarf10. maí 2017 - 11:18
  • Leikskólakennaranám við Háskólann á Akureyri10. maí 2017 - 11:15
  • Framtíðarstarfið hlaut Orðsporið 201710. maí 2017 - 11:12
  • Mynd frá RÚVViðtal: Bráðvantar fleiri leikskólakennara12. maí 2014 - 21:17

Facebook

Scroll to top