Námsleiðir í leikskólakennarafræðum

Ragnhildur Gunnlaugsdóttir

„Ég hafði unnið á leikskóla í langan tíma áður en ég fór í námið. Nám í leikskólakennarafræðum gaf mér aukið sjálfstraust í starfi og gerði mig að faglegri starfsmanni. Nú nýt ég þess betur að vinna í leikskólanum.“

Ragnhildur Gunnlaugsdóttiraðstoðarleikskólastjóri

Námsleiðir

Fjölmargar námsleiðir eru í boði hér á landi í leikskólakennarafræði á háskólastigi.

Við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri er hægt að taka grunndiplómu í leikskólakennarafræði eða fimm ára leikskólakennaranám. Einnig geta þeir sem hafa útskrifast með BA, BS eða B.Ed.-próf sótt um í menntunarfræði leikskóla. Að námi loknu fá nemendur leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. Auk þess er fjöldi námsleiða fyrir starfandi leikskólakennara á framhaldsnámsstigi.

Í Borgarholtsskóla og Verkmenntaskóla Austurlands er boðið upp á nám fyrir leikskólaliða á framhaldsskólastigi.