​Stjórnir Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla ákváðu á fundi sínum í júní 2014 að vinna sérstaklega að því að vekja athygli á körlum í yngri barna kennslu og þá aðallega hversu fáir þeir eru. Aðilar að verkefninu eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samráðshópur karlkennara á leikskólastiginu (SKÁL), Samband íslenskra sveitarfélaga, Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Framkvæmdastjórar verkefnisins eru Fjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður FL, og Sigurður Sigurjónsson, varaformaður FSL. Boðað hefur verið til morgunverðarfundar og ráðstefna hefur verið haldin í tengslum við verkefnið.

Yfirskrift verkefnisins er Karlar í yngri barna kennslu – hvað ætlar þú að gera?