Entries by admin

Hafðu áhrif

Jóhanna Einarsdóttir skrifar: Gæði skólastarfs og menntun barna er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Framúrskarandi skólastarf byggir á mörgum samverkandi þáttum þar sem kennarar, stjórnmálamenn og foreldrar eru mikilvægir áhrifavaldar. Kennarastarfið hefur breyst gífurlega á undanförnum áratugum. Kennarar fyrri kynslóða gátu gert ráð fyrir að sú þekking, hæfni og færni sem þeir miðluðu gætu nemendur nýtt […]

Öruggt og fjölbreytt framtíðarstarf

Jóhanna Einarsdóttir skrifar: Leikskólastigið er fyrsta skólastigið. Þar fer fram nám sem leggur grunn að framtíð barna og námi á öðrum skólastigum. Reynsla barna í leikskóla getur haft varanleg áhrif á námsferil þeirra og lífsgæði. Það er því mikilvægt að til starfa í leikskólum veljist vel menntað og hæft fólk. Auknar kröfur eru nú gerðar […]

Leikskólakennaranám við Háskólann á Akureyri

Háskólinn á Akureyri tók til starfa árið 1987 og kennaradeild var stofnuð árið 1993. Haustið 1996 settust síðan fyrstu leikskólakennaranemarnir á háskólabekk undir dyggri leiðsögn Guðrúnar Öldu Harðardóttur brautarstjóra leikskólabrautar. Áhersla í náminu var á listir og sköpun, leikskólafræði, heimspeki, umhverfi og náttúru, með samþætting þessa sviða að leiðarsljósi. Lögð var áhersla á vettvangsnám og […]

Framtíðarstarfið hlaut Orðsporið 2017

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Orðsporið 2017 – hvatningarverðlaun í leikskólanum Hofi á Degi leikskólans sem haldinn var hátíðlegur víða um land í dag. Það var Framtíðarstarfið – átaksverkefni um eflingu leikskólastigsins sem hlaut verðlaunin en að því standa Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Framtíðarstarfinu […]

„Ég er ekki að fara vinna Eurovision“

Haraldur Freyr Gíslason segist oft hafa verið fordómafullur. Hann er baráttumaður fram í fingurgóma hvort sem hann berst fyrir fordómalausum heimi eða bættum kjörum leikskólakennara. Haraldur Freyr Gíslason, eða Halli eins og hann er kallaður, er þó handviss um að hann vinni ekki Eurovision-keppnina en er glaður að hafa fengið tækifæri með félögum sínum í […]

Logi Pedro segir frá leikskólaárunum

Í nýju myndbandi á vegum verkefnis sem nefnist Framtíðarstarfið talar Logi Pedro Stefánsson um leikskólaárin sín. Logi Pedro hefur gert garðinn frægan með Retro Stefson, Highlands og sem Pedro Pilatus en einhvers staðar verða allir að byrja og Logi segir það fyrsta sem komi upp í hugann tengt leikskólanum vera söngstundirnar. Þegar Logi byrjaði á […]

Vilja ná til unga fólksins og ómenntaðra starfsmanna

Í dag verður árvekniátakinu Framtíðarstarfið hleypt af stokkunum en markmiðið með verkefninu er að fræða fólk um leikskólakennarastarfið og námið að baki því. Að átakinu standa Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Efling stéttarfélag en tilurð þess má rekja til skýrslu um aðgerðir til […]

Stoltur leikskólakennari

Um daginn þegar ég var úti að djamma, þá rakst ég á gamlan skólafélaga úr grunnskóla. Það er svo sem ekki í frásögu færandi, nema hvað, að við heilsumst og förum að spjalla – þið vitið, þetta klassíska þegar maður hefur ekki hitt manneskjuna síðustu 10 árin. Hvað er að frétta af þér, spyr ég…  […]